Vörur

Vöruflokkar


Petit gâteau / eftirréttur

Petit gâteau þýðir á frönsku “lítil kaka“ og hentar vel sem eftirréttur. Þessar kökur eru tilvaldnar fyrir einn eða tvo til að deila. Þetta er kjörið til að bjóða uppá fyrsta flokks eftirrétt eftir matarboðið þitt. Við erum með ýmsar útfærslur af eftirréttum.

Í Febrúar drögum við örlítið úr úrvalinu á kostnað rjómabollana sem eru í boði fram að bolludegi.
Eftirréttirnir sem eru í boði þessa stundina:
Ath. við bjóðum reglulega uppá "off menu" eftirrétti sem koma ekki inná síðuna. 

Lemontart. Smjörbakaður kexbotn, sítrónukrem og brendur ítalskur marens
Berjatart. Smjörbakaður kexbotn fylltur með heslihnetu marsipan, súkkulaði og vanillurjómakremi ásamt ferskum berjum.
Karmelludesert. Ljós karmellumús með karmellukremi, mjúkri karmellu fyllingu og stökkum heslihnetu botni. Hjúpaður karmellusúkkulaði hjúp.

Makkarónur

Franskar makkarónur þekkja allir og hefur Gulli sérhæft sig í frönskum makkarónum undanfarin ár.  Við munum bjóða uppá fjölbreytt úrval af makkarónum með ferskustu og bestu fyllingum sem völ er á. Hægt er að fá makkarónur í öskjum í tveim stærðum: 6 stykki í öskju og 12 stykki í öskju. Einnig er hægt að sérpanta stærri öskjur séu makkarónunar 30 eða fleiri.
Bragðtegundinar sem í boði eru þessa stundina eru:

• Vanillu og hvíttsúkkulaði
• Pistasíu
• Súkkulaði
• Kaffi og saltkarmellu
• Sólberja
• Sítrónu

Petit Fours / smábitar

Petit Four þýðir á frönsku “litli ofninn“ og er notað yfir fingrafæði í munnbitastærð. Við bjóðum uppá ýmsar bragðtegundir og útlit þar sem sköpunarhæfni bakarans fær að skína. Lágmarkspöntun eru 10 bitar.

Eftirréttabitarnir eru tilvalnir á veisluborðið þitt. Við erum ekki með ákveðinn matseðil yfir bitana okkar en við höfum t.d. verið að bjóða uppá súkkulaðibita, hindberjabita, passionbita og karmellubita svo eitthvað sé nefnt. Við mælum með að fá fjölbreytta bita á bakka til að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Venjulega er mælt með u.þ.b. 3 bitum pr. mann.
Hafið samband fyrir frekari fyrirspurnir.

Bakkelsi

Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval af bakkelsi. Ber þar helst að nefna vínarbrauð, croissant í hinum ýmsu útgáfum, snúða og flaggskipið okkar, ostaslaufurnar. Þess má til gamans geta að við framleiðum og seljum yfir 100.000 stk af ostaslaufum á ári, einungis í bakaríinu okkar.

Bakkelsið er handgert á staðnum úr bestu mögulegu hráefnum og af ást og alúð. Okkar markmið er að þrátt fyrir handverkið leggjum við sem mest uppúr stöðuleika og að viðskiptavinir geti nálgast sömu vöruna hverju sinni.

Einkennisorð okkar eru ferskleiki, gæði og metnaður og eiga allir þessir hlutir að skína í gegn í bakkelsinu. 

Súrdeigsbrauð og brauðmeti

Steinbökuð súrdeigsbrauð erum við með nýbökuð á hverjum degi og krefst súrdeigsframleiðslan a.m.k 24 tíma framleiðslu. Súrdeigsbrauðin eru gerð úr náttúrulegum súr sem við ræktum sjálf.

Við erum einnig með smábrauð einsog súrdegisbeyglur og pretzel




Frómastertur

Við bjóðum uppá vítt vöruúrval af frómastertum svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hentar fullkomlega fyrir útskriftir, fermingar, erfidrykkjur og brúðkaup Eingöngu er notað við fyrsta flokks hráefni. Terturnar eru afhentar í stærðum frá 8-10 manna og uppí 40 manna tertur. 
8-10 manna terturnar er hægt að panta með dags fyrirvara en stærri tertur þarf að panta með a.m.k. tveggja daga fyrirvara.
Athugið að sem eftirréttur eftir mat dugar 8-10 manna tertan vel fyrir 12 manns. 

Terturnar sem í boði eru:
  • Dökk súkkulaðimús með kókosmarens miðju, hindberjum og dökkum súkkulaðibotni. Hjúpuð dökku súkkulaðibráð
  • Hvítsúkkulaði passionmús með passion miðju og mjólkursúkkulaðikremi með brownie botni. Hjúpuð gulum glaze
  • Karmellusúkkulaðimús með passionhlaupi og heslihnetumarens botni. Hjúpuð karmellu glaze.
  • Karmellutertan. Ljós karmellumús með saltkarmellumiðju, karmellukremi, crunchy heslihnetubotni og karmelluglaze.

Ertu með séróskir varðandi tertur eða smárétti?
Hafðu samband og við finnum lausnina saman.

Share by: