Bolludagurinn, Þjóðhátíðardagur bakara, er mánudaginn 3.mars. Við fögnum bolludeginum vel og bjóðum því uppá bollur í allan febrúar sem síðan endar á stóra deginum sjálfum 3.mars.
ATH. Þó svo að bakaríið sé yfirleitt lokað á mánudögum þá verður opið á bolludaginn, mánudaginn 3.mars frá kl 6:00 - 17:00
Við verðum með 6 tegundir af bollum í ár.
Karmellubolla:
Vatnsdeigsbolla með karmellu í botninum, rjóma og karmelluglassúr yfir
Klassísk bolla:
Vatnsdeigsbolla með sólberjasultu í botninum, rjóma og súkkulaði yfir
Jarðaberjabolla: Vatnsdeigsbolla með jarðaberjasultu í botninum, jarðaberjarjóma og bleikum glassúr yfir
Snickersbolla: Vatnsdeigsbolla með karmellurjóma, lúxusídýfu og snickerskurli yfir
Þristabolla: Vatnsdeigsbolla með súkkulaðirjóma, súkkulaði og þristakurli yfir
Sænsk
Semla: Kardimommu gerdeigsbolla, með kardimommumarsipan og rjómafyllingu (Ath, verður einungis í boði frá 18.febrúar - 3.mars)
Verð 1-49 stk 850kr.- stk.
Verð 50-99 stk. 800kr.- stk.
Verð 100 stk + 750kr. stk.
Hægt er að leggja inn pöntun fyrir fram í gegnum pantanir@gulliarnar.is
eða í gegnum "Hafa samband"
takkan hér á síðunni.
Lokað verður fyrir pantanir föstudaginn 28.febrúar!