Þjónusta

Þjónusta



Við æskuvinirnir Gulli og Böddi, stofnuðum fyrirtækið okkar í febrúar 2020 eftir langþráðan draum um að fara í rekstur saman. Hugmyndin kviknaði þegar Gulli hóf nám í bakstri og við byrjuðum að ræða möguleikann á að opna eigið bakarí. Árið 2019 tóku hugmyndirnar á sig skýrari mynd og brátt varð bakaríið okkar að veruleika.

Fyrsti opnunardagurinn var 23. apríl 2020, og aðeins ári síðar, í febrúar 2021, stækkuðum við í sama húsnæði til að bjóða upp á enn betra úrval og þjónustu. Í ágúst sama ár keypti Gulli síðan hlut Bödda, og rekur hann bakaríið einn í dag.

Í dag bjóðum við upp á úrval af gæða bakkelsi, súrdeigsbrauðum, eftirréttum og makkarónum, allt gert frá grunni á staðnum. Við leggjum okkur fram við að veita persónulega og vinalega þjónustu til að hver heimsókn sé jafn góð og bakkelsið sjálft!

Kynntu þér þjónustur okkar hér að neðan!

Gulli Arnar


 Gulli hóf bakstursnámið 2013 í Kökulist í Hafnarfirði. Bakstursnáminu lauk hann 2017 við útskrift frá Menntaskólanum í Kópavogi. Á námsferli sínum sigraði hann árlega bakaranemakeppni tvisvar sinnum, árin 2016 og 2017 og varð jafnframt fyrstur til að sigra keppnina tvö ár í röð. Við útskrift var hann verðlaunaður af skólanum fyrir framúrskarandi árangur í verklegu námi ásamt því að vera verðlaunaður af Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi 2017.

Í janúar 2018 flutti Gulli til Kaupmannahafnar þar sem hann lærði kökugerð við hið sögufræga Konditori La Glace. Á námsferlinum tók hann tvisvar sinnum þátt um köku ársins í Danmörku og hafnaði í bæði skiptin í einu af 10 efstu sætunum en vel yfir 100 faglærðir einstaklingar taka þátt. Náminu lauk í desember 2019 með sveinsprófi þar sem Gulli útskrifaðist með Bronz medalíu sem telst virkilega góður árangur ásamt því að verða sæmdur Saint Honoré heiðursorðu fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi.

Veisluþjónusta


Hvort sem þú ert með stórt eða lítið boð, þá eru dásamlegu tapasréttirnir okkar fullkomin viðbót við veisluborðið!

Sætir eftirréttir, girnilegir petit fours munnbitar og ljúffengar makkarónur setja einstakan svip á hvers konar viðburð – veislur, fundi, erfidrykkjur og allt þar á milli.

Láttu sætu bitana okkar heilla gestina og gera stundina eftirminnilega!

Tertupantanir


Við bjóðum upp á tertur í öllum stærðum fyrir veislur af öllum toga, allt frá 8-10 manna tertum upp í stórar 40 manna tertur. Við notum eingöngu fyrsta flokks hráefni í hverja einustu tertu og leggjum áherslu á ferskleika, óviðjafnanlegt bragð og fallega framsetningu.

Með tertu frá okkur verður hvert veisluborð einstök upplifun sem gleður bæði auga og bragðlauk!

Endilega sentu okkur línu.

Okkar gildi eru að framleiða hágæða
vörur úr fyrstaflokks hráefni. 

Share by: