Við æskuvinirnir Gulli og Böddi, stofnuðum fyrirtækið okkar í febrúar 2020 eftir langþráðan draum um að fara í rekstur saman. Hugmyndin kviknaði þegar Gulli hóf nám í bakstri og við byrjuðum að ræða möguleikann á að opna eigið bakarí. Árið 2019 tóku hugmyndirnar á sig skýrari mynd og brátt varð bakaríið okkar að veruleika.
Fyrsti opnunardagurinn var 23. apríl 2020, og aðeins ári síðar, í febrúar 2021, stækkuðum við í sama húsnæði til að bjóða upp á enn betra úrval og þjónustu. Í ágúst sama ár keypti Gulli síðan hlut Bödda, og rekur hann bakaríið einn í dag.
Í dag bjóðum við upp á úrval af gæða bakkelsi, súrdeigsbrauðum, eftirréttum og makkarónum, allt gert frá grunni á staðnum. Við leggjum okkur fram við að veita persónulega og vinalega þjónustu til að hver heimsókn sé jafn góð og bakkelsið sjálft!
Kynntu þér þjónustur okkar hér að neðan!